Viðvörun ámóti spíritisma, og köllun til fylgdar við Jesúm Krist



Í ljósi þess, hvað fólk á Íslandi virðist vera mikið að eltast við spákonur og anda framliðinna, tel ég það Guðlegu skyldu mína, hvorki meira né minna, að sýna fram á, að þetta er ekki Guði allmáttgum þóknanlegt, heldur þvert á móti. Þetta er honum mikil andstyggð og blandast ekki saman með kristinna trú. Samkvæmt Biblíunni kveikir þetta reiði Guðs.
Spurningin er: Vill maður vera sannur kristinn eða ekki?
Kristnir menn trúa á Krist og vilja þóknast honum.

Þessar tilvitnanir í Biblíuna, eru bæði úr gamla og nýja testamenti.
Allt Guðs orð talar alveg skýrt í þessu máli:

3. Mósebók 20:6
Ef nokkur maður snýr sér til þeirra sem leita frétta af dauðum eða spásagnarmanna, og elta þá til að flekast af þeim, þá vil eg setja mitt andlit gegn þvílíkum og uppræta hann frá sínu fólki.

3. Mósebók 20:27
En ef maður eða kona skyldu vera á meðal þeirra, er særir dauða eða er táknaútleggjari, þá skulu þau dauða deyja; menn skulu lemja þau grjóti, þeirra blóð skal vera yfir þeim!

5. Mósebók 18:10-11
svo að enginn finnist hjá þér sem láti son sinn eða dóttur vaða bál, enginn sem fer með spádóma eður er dagveljari, ellegar tekur mark á fuglakvaki, eður galdramaður eða særingamaður, eður spásagnarmaður, eða teiknaútleggjari, eður nokkur sem leitar frétta af framliðnum,

1. Kroníkubók 10:13
Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess að hann eigi varðveitti boð Drottins, og einnig sakir þess, að hann hafði gengið til frétta við vofu,

Jesaja 8:19-20
Og ef þeir segja til yðar, „leitið frétta hjá konum þeim, er upp vekja dauða menn úr jörðu, og hjá fjölkynngismönnum, þeim er umla og muðla fyrir munni sér!“ þá skuluð þér svara: á ekki fólkið að leita frétta hjá Guði sínum? á það að leita frétta hjá hinum dauðu, í staðinn fyrir hjá enum lifendu? Gætið lærdómsins og vitnisburðarins! Ef þeir tala ekki samkvæmt honum, (þá vitið), að fólkið hefir enga birtu,

Jesaja 19:3
Hyggindi Egyptalandsmanna skulu að öngu verða, eg vil ónýta þeirra ráðagjörðir, svo þeir skulu ganga til frétta við hjáguði, galdramenn, útisetukonur og kunnáttumenn.

Postulasagan 16:16-18
Nú skeði svo, er vér gengum til bæna, að þerna nokkur, sem hafði spásagnaranda, mætti oss, hvör eð ávann lánadrottnum sínum mikið fé með því að spá. Hún hljóp eftir úr Páli og oss og hrópaði: þessir menn eru þjónar Guðs hins hæsta, þeir eð kunngjöra oss hjálpræðisins veg. Þetta gjörði hún í marga daga. Páli féll það illa, sneri sér við og sagði til andans: eg skipa þér í nafni Jesú Krists, að þú farir út af henni! og hann fór út á samri stundu.

Postulasagan 19:13-20
Þá tóku nokkrir umhlaupandi særingamenn Gyðingakyns sér fyrir, að nefna yfir þeim, er þjáðust af illum öndum, nafn Herrans Jesú, segjandi: eg særi ykkur við Jesúm, hvörn Páll prédikar. Meðal þeirra, er þetta gjörðu, voru sjö synir Skevu, eins Gyðinga höfuðprests. Þá svaraði hinn vondi andi: Jesúm þekki eg, og við Pál kannast eg, en hvörjir eruð þér? Og maðurinn, sem sá vondi andi var í, flaug á þá, varð þeim yfirsterkari og lét þá finna til afl síns, svo að þeir flúðu naktir og særðir úr húsinu. Þetta varð kunnugt öllum Gyðingum og Grikkjum, er bjuggu í Efesus, og ótta sló yfir alla, og nafn Drottins Jesú miklaðist. Margir sem við trú höfðu tekið, komu nú, játuðust og sögðu frá athæfi sínu. Líka komu margir, er farið höfðu með kukl, með bækur, og brenndu þær öllum ásjáandi. Verð þeirra var reiknað saman og var upphæð þess fimmtíu þúsund silfur peningar. Orð Drottins vóx þanninn og efldist kröftuglega.

Ég vil segja beinum orðum, að kristnir menn gera ekki þetta. Fáfræðin getur ekki lengur verið afsökunin, þegar maður nú hefur fengið sannleikann að vita.
Iðrun og sönn hjartanleg bæn til Guðs um fyrirgefningu, aðeins fyrir verk Jesú Krists á krossinum, færir mikla blessun, já eilíft líf, hverjum þeim sem beygir hné og játar syndir sínar og gefst Jesú Kristi.

Til er enginn annar Guð en Ísraels Guð, JEHÓVAH, einn Guð, en þrjár persónur innan Guðdómsins: Faðirin, Sonurin, og Helgi Andin:

Jesaja 45:5-7
Eg em Drottinn, en enginn annar; engi Guð er til, nema eg. Þó þú þekkir mig ekki, vil eg útbúa þig með krafti, svo menn kannist við í frá uppgöngu sólar og frá niðurgöngu hennar, að engi sé fyrir utan mig, að eg em Drottinn, og enginn annar: að eg em sá, sem tilbý ljósið, og framleiði myrkrið, sem ræð hamingju og óhamingju. Eg Drottinn ræð öllu þessu.

Með von um, að þið takið þetta til ykkar, gjörið iðrun, biðjist Guði innilegrar afsökunnar fyrir at hafa gert þessa hræðilegu synd, snúið þessari synd bakið af sönnu, gefist Jesúm Kristi af sönnu, lesið og elskið orð hans, og fylgið Jesú allt lífið út, fram að dauða.

Kólossubréfið 1:12-14
Vér þökkum Föðurnum, sem gjörði oss hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð þeirra, sem af ljósinu helgaðir eru, með því hann þreif oss frá myrkursins valdi og flutti oss inn í ríki síns elskulega Sonar, af hvörjum vér höfum lausnina, fyrirgefningu syndanna.

Rómverjabréfið 3:23-25
því að allir hafa syndgað, og hafa skort á lofstír hjá Guði; þeir verða réttlættir án verðskuldunar af hans náð fyrir endurlausnina í Kristó Jesú, hvörn Guð hefir framsett forlíkunarfórn, fyrir trúna, í hans blóði, til auglýsingar síns réttlætis með fyrirgefningu syndanna, er áður drýgðar voru undir Guðs þolinmæði;

Sjúrður Højgaard.

Onnur tíðindi